Abler API skilmálar
(Síðast uppfært 29. nóvember 2024)
Þessir skilmálar gilda um alla notkun á API (hér eftir “forritunarskilum”) Abler, hvort sem það er bein notkun eða notkun í gegnum þriðja aðila. Forritunarskilin eru rekin af Abler ehf., kt. 660117-0670, (hér eftir “Rekstraraðili”). Forritunarskilin eru boðin í núverandi ástandi (as-is). Rekstraraðili ábyrgist ekki að þau séu villulaus og tekur enga ábyrgð á skaða sem hlýst af notkun þeirra, þ.m.t. tap á viðskiptum, fjárhagslegt tap, kostnaður, tap á velvild viðskiptavina, truflun á rekstri eða viðskiptum, gagnatap eða óbeint eða afleitt tap.
Rekstraraðilinn áskilur sér rétt til að loka tímabundið eða varanlega aðgangi aðila að forritunarskilunum ef rekstraraðili telur að um misnotkun sé að ræða. Túlkun á því hvað telst vera misnotkun á kerfinu er lagt í hendur rekstraraðila.
Rekstraraðili áskilur sér rétt til að breyta eða loka forritunarskilunum tímabundið eða varanlega, í heild eða að hluta til, án aðvörunar.
Rekstaraðili áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum. Breytingar taka gildi þegar þær eru birtar á vefsíðu kerfisins.