Abler3.0 - Uppfært app og Færslur

Stór uppfærsla á Abler appinu er nú komin í loftið. Núverandi útlit hefur þjónað notendum vel undanfarin ár en lengi má gott bæta svo úr varð Abler3.0.

Abler3.0 er með nýtt og ferskt notendaviðmót með ýmsum nýjum aðgerðum en á næstunni munu svo bætast við fleiri skjáir og ýmsar fjölbreyttar aðgerðir. Það er mikið í gangi í þróun og á leiðinni inn svo við viljum hvetja ykkur til að samþykkja þegar við sendum uppfærslur beint inn í appið. Þessi uppfærsla markar einnig þau tímamót að við erum að kveðja endanlega Sportabler nafnið og heitir appið hér eftir Abler í bæði App store og Play store.

Article Image

Færslur/Posts

Stærsta viðbótin sem var að koma út er virkni sem nefnist ‘Færslur’/’Posts’ en það er nýr samskiptavettvangur fyrir stjórnendur, þjálfara og meðlimi. Við bindum vonir við það að þar verði lífleg samskipti sem svipa til þekktra samfélagsmiðla og eru annars eðlis en bein skilaboð í spjallinu.

Article Image

Þarna geta þjálfarar sent inn fjölbreyttar færslur, jafnvel með myndefni og þar með gefið aðstandendum innsýn inn í starfið á alveg nýjan og mun skemmtilegri máta. Þarna getur félag birt tilkynningar eða auglýsingar og náð vel til meðlima án þess að senda bein skilaboð. Sjón er sögu ríkari, svo við hvetjum alla notendur til að uppfæra appið sem fyrst.

Article Image

Okkar sístækkandi notendahópur hefur frá upphafi komið með margar ábendingar og óskir um viðbætur. Með útgáfu á þessari uppfærslu erum við að koma til móts við margar af þeim ábendingum og teljum við okkur vera að stíga stórt framafaraskref í þróun okkar hugbúnaðar. Við erum hins vegar hvergi nærri hætt og búast má við frekari uppfærslum og breytingum á komandi misserum.

Abler-teymið.

Skoða meira

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.