Íþróttir skipta máli

Kæru félagar,

Árið hefur verið viðburðaríkt fyrir íþróttahreyfinguna, með mörgum eftirminnilegum sigrum. Stærstu sigrarnir eru þó oft ekki þeir sem gefa medalíur eða bikara, heldur áhrifin sem starf ykkar hefur á samfélagið til lengri tíma.

Á liðnu ári höfum við reglulega lagt fyrir þjónustukannanir til að mæla upplifun notenda af þjónustu okkar og ánægju þeirra með ykkar störf. Það er óhætt að segja að þið eruð að standa ykkur frábærlega. Til að undirstrika það höfum við þróað "Íþróttir skipta máli" kvarðann, sem sýnir ótvírætt hversu mikil ánægja og þakklæti ríkir almennt fyrir ykkar störf. Hvaða fyrirtæki eða stofnun á Íslandi myndi vera stolt af slíkum árangri. 

Við vitum öll að skipulagt íþróttastarf barna og unglinga er ein af dýrmætustu auðlindum sem samfélagið býr yfir. Það er lykilatriði að gera árangur starfsins sýnilegan og veita starfinu þann stuðning sem það verðskuldar.

Við þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári, við erum stolt af því að fá að þjónusta ykkur. Í sameiningu gerum við gott starf betra – íþróttir skipta máli.

- Markús M. M. Maute, stofnandi Abler

Article Image
Til skýringar: Bláa línan táknar einkun félags og sú appelsínugula táknar meðaltal allra félaga. Kvarðinn er á bilinu 0 - 100 og hvert horn á þríhyrningnum segir til um einkun í hverjum flokk.

Stuðst var við eftirfarandi flokka:

Fjármál félaga

Til að fá út skorið fyrir fjármál félaga, var litið til greiðsluhlutfall félags, þ.e. hversu mikill hluti útistandandi krafna eru greiddar.

Samskipti

Til að reikna út skorið fyrir samskipti fyrir félag, var notast við gögn úr þjónustukönnunum. Spurningin sem ákvarðar þetta skor er á þessa leið:

"Ég á auðvelt með að nota samskiptahluta Abler"

Ánægja notenda

Ánægja notenda er unnin út frá gögnum úr þjónustukönnun Abler, þar sem niðurstöður voru túlkaðar út frá hinum alþjóðlega NPS kvarða sem er á bilinu -100 til 100. Meðal spurninga sem ákvarða þetta skor eru:
"Ég á auðvelt með að nota Abler"

"Ég er heilt yfir ánægð/-ur með hugbúnað Abler"

Um niðurstöðurnar

Eins og lesa má í forsendur, er aðaláherslan lögð á að mæla ánægju notenda með Abler hugbúnaðinn. Til að notendur séu ánægðir með hugbúnaðinn þarf þó einnig að tryggja að þeir sem nota hann, í þessu tilfelli starfsfólk í íþróttahreyfingunni, nýti hann rétt og vel. Við hjá Abler erum svo lánsöm að vinna með framúrskarandi notendum, sem skilar sér í meðaleinkun sem er langt yfir alþjóðlegum viðmiðum.

Til að hækka gott skor enn frekar hefur starfsfólk Abler handvalið þrjár hjálpargreinar sem geta nýst til að bæta upplifun notenda og lyfta stigasöfnuninni á enn hærra stig:

Góð ráð fyrir þjálfara
Fella niður ógreidda reikninga
Fjarlægja iðkanda sjálfkrafa úr flokki þegar áskrift lýkur

Article Image
Starfsfólk Abler óskar samstarfsaðilum um allt land gleðilegra jóla og farsældar á komandi íþróttaári!

Skoða meira

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.