Þróttur Reykjavík nær frábærum árangri og endurnýjar samning við Abler
Knattspyrnufélagið Þróttur er frábært dæmi um íþróttafélag sem náð hefur enn betri árangri með innleiðingu Abler í utanumhaldi og skipulagi fjármála, en á fyrsta ári með Abler jukust tekjur félagsins af æfingagjöldum um uþb. 20% á milli 2020-2021, og svo aftur um 10% frá 2021-2022.
Þessum frábæra árangri má m.a. þakka skilvirku skráningar og innheimtukerfi sem Abler hefur þróað með góðum árangri í samstarfi við nokkur stærstu íþróttafélög landsins undanfarin ár.
Góð tenging á milli félagsins, þjálfara, iðkenda og foreldra er algjör lykilforsenda í þessum frábæra árangri sem náðst hefur með Abler kerfinu hjá Þrótti
- María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins
Hún telur að með appinu og þeirri miklu útbreiðslu sem appið hefur meðal félagsmanna Þróttar sé lagður grunnur að þessum frábæra árangri félagsins í innheimtu æfingagjalda, auk þess sem félagið veitir mun betri þjónustu en áður við félagsmenn, iðkendur og forsjáraðila með bættu upplýsingaflæði og mun auðveldara aðgengi að þjálfurum og starfsfólki.
Abler teymið er stolt að því að vinna með Þrótti í Reykjavík, en félagið endurnýjaði á dögunum samning um notkun á Abler kerfinu og gerði nýjan þriggja ára samning í ljósi góðrar reynslu og mikils ávinnings sem félagið hefur náð eftir að innheimta æfingagjalda með Abler hófst árið 2021.
Saga Þróttar er allt frá árinu 1949, það er eitt af stærstu félögum landsins með margar deildir, mismunandi íþróttagreinar og fjölda iðkenda á öllum aldri og vinnur samfélagslega mikilvægt starf á hverjum degi.
#Lifi Þróttur