Heildarumsjón með félaginu og gagnadrifin framþróun

Tæki og tól fyrir stjórnendur til að miðla upplýsingum, gera breytingar viðburðum og fylgjast með tölfræði þvert á flokka, deildir og félagið.

A rowing crew is silhouetted while resting in a shell boat on a calm body of water

Yfirsýn og tölfræði

Graph with icons representing Abler Accounting’s payment, discount and refund tools

Gagnadrifin framþróun

Fylgstu með þróun félagsmanna og iðkenda, skráningar á viðburð, nýtingu mannvirkja eða greindu landfræðilega staðsetningu félagsmanna á hitakorti. Berðu saman deildir, skoðaðu sögu iðkenda eða hvaða þjálfarar eru að skila flestum iðkendum upp í næstu flokka.

Graph with icon representing Abler Accounting’s KPI tools

Settu þér markmið og náðu þeim

Auðvelt er að bera saman lykilframistöðutölur (KPIs) í stjórnendaviðmóti Abler. T.d. stöðu æfingagjalda á milli deilda eða flokka. Fullkomið gagnsæi á hvar gengur vel og hvar þarf frekari eftirfylgni, berðu saman deildir og flokka. Notaðu gögnin þín til að fá nákvæmari spár fyrir komandi tímabil og setja þér góð markmið.

Mannvirkjastjórnun (Abler Spaces)

Abler Spaces interface graphic with an example of gym facility capacity and schedule information

Hámörkun félagsaðstöðunnar

Fáðu auðveldlega aðgang að og hafðu yfirsýn yfir framboð og notkun á mannvirkjum, aðstöðu eða búnaði félagsins. Þú getur hámarkað nýtingu aðstöðu félagsins, hvort sem um er að ræða íþróttamannvirki, skemmtisal, fundarherbergi eða búnað félagins (t.d. upptökuvélar).

Abler Spaces interface graphic with an example of a grass pitch’s availability and the members qualified to book

Einfaldaðu umsjón og yfirsýn með aðstöðu félagins

Með gagnvirku og sjálfvirku bókunardagatali Abler Spaces geta þjálfarar og stjórnendur séð hvar völlur eða aðstaða er laus (t.d. æfing felld niður eða útileikur) og bókað svæði fyrir sinn hóp með auðveldum hætti. Stilltu heimildir til að ákvarða hverjum er heimilt að bóka tiltekna aðstöðu.

Fullkomið verkfærasett...

Efnahagur í rauntíma

Fáðu nákvæma yfirsýn yfir stöðu félagsins hverju sinni með verkfærunum í Club HQ. Rauntímastaða niður á deildir og flokkar hve mikið hefur verið innheimt, hve mikið er væntanlegt og hve mikið er komið í vanskil.

Fylgstu með þróun þvert á íþróttagreinar

Taktu upplýstar ákvarðanir um úthlutun fjármagns byggðar á því hvernig þátttaka mismunandi íþróttagreina eða aldurshópa er að þróast.

Hitakort yfir þátttöku

Hitakortlagning Abler gefur þér sjónrænt og landfræðilegt yfirlit yfir hvaðan meðlimir þínir koma og hvert þú ættir að beina sjónum þínum við að hvetja til aukinnar þátttöku eða draga úr brottfalli.

Abler Shop

Sérsniðin verslun og skráningarsíða félagsins gerir þér kleift að selja meðlimaáskriftir, æfingagjöld, og kalla eftir greiðslum fyrir varningi og öðru sem þú gætir viljað selja. Ef þú vilt ekki gera skráningarmöguleikann opinberan og aðgengilegar öllum þá getur þú sent "einkalink" (i.e. private) á tiltekinn hóp eða forskráir í þínu viðmóti hverjir geta skráð sig.

Birtu viðburðadagskrá opinberlega á heimasíðu félagsins til að sýna hvað er í boði

Dæmi, tímaframboð líkamsræktarstöðva (Hot Yoga, Spinning osfrv). Ef þú vilt vita meira hafðu samband og skoðaðu Abler Classes.

Hugarró með nokkrum músasmellum

Þarftu að fella niður æfingar vegna veðurs, rýma aðstöðu eða endurgreiða heilum flokki. Stjórnendaviðmót Abler gerir þér kleift að framkvæma magnaðgerðir með nokkrum músasmellum og koma mikilvægum breytingum til skila þvert á deildir og flokka, og færa þér og þínu fólki hugarró sem fylgir því að vita að allir hafa aðgang að nýjustu upplýsingunum.

Skýrslutól Abler

Öll gögn félagsins aðgengileg með Abler Reports. Fáðu upplýsingarnar og búðu til greiningar sérsniðnar að þínum þörfum í skýrslutóli Abler.

Algengar spurningar

Uppgötvaðu tækifærin sem Abler getur afhjúpað

Tvímælalaust - gögn meðlima þinna eru færð inn í miðlægan gagnagrunn hjá félaginu sem auðvelt er að leita í og hægt er að sía eftir þörfum. Þar sem þú ert með allt á einum stað, getur þú sett saman skýrslur, fylgst með þróun félagsins og fengið dýrmæta innsýn inn í starfsemi félagsins og hvernig hægt er að auka þátttöku meðal samfélagsins.

Abler var hannað til að gera umsýslu í tengslum við félagið þitt þægilegri og skilvirkari. Með því að bjóða upp á sjálfvirkar lausnir fyrir algeng umsýsluverkefni teljum við að þú munir hafa meiri tíma til að einbeita þér að því sem skiptir máli fyrir félagið og meðlimi. Tilkynningar, boð og áminningar er hægt að skipuleggja þannig að þær séu sendar út á valda hópa. 

Nú þarf ekki lengur að senda út uppfærslur handvirkt til að láta vita af viðburðum eða deila fréttum af félaginu. Það er nóg að þú skrifir þetta einu sinni og það verður sent á alla, sem sparar þér tíma. Þú setur viðmiðin og Abler sér um restina.

Við vitum að það getur virkað yfirþyrmandi að innleiða og nota nýtt kerfi. Við höfum miklar reynslu í innleiðingu og munum aðstoða þig frá A-Ö og sjáum til þess að hún verði árangursrík. Kerfið er í sífelldri þróun og leggjum við okkur fram við að hanna hvern viðmótsfleti í kerfinu á sem notendavænan hátt án þess að fórna virkni. Nú geturðu notið ávinningsins undanfarna ára og haft allt á einum stað í skipulagskerfi fyrir lið og félög, án þess að þurfa teymi tæknisérfræðinga til að aðstoða þig. Með einfaldri hönnun og auðskildum valmyndum hefur það aldrei verið auðveldara að skapa og fanga verðmæti á einfaldan og skilvirkan hátt. Og ef þú þarft hjálp, er þjónustuteymið okkar tiltækt í gegnum fundi, tölvupóst, síma og spjallið!

Einföld og sanngjörn verðlagning

Abler Basic

Allt sem þarf til að byrja, hvort sem um er að ræða stakt lið eða lítið félag, allt á einum stað.

Primary features

  • Tímaáætlanir
  • Samskipti
  • Greiðslur

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

Abler Pro

Fyrir félög sem eru að leita að öllu sem boðið er upp á í grunnþrepinu en vilja líka nýta sér umfangsmeiri virkni og fjölbreyttari greiðslulausnir, allt á einum stað í kerfi sem er einfalt að nota.

Primary features

  • Allt í Basic
  • Fjölbreyttir greiðslueiginleikar
  • Ítarlegar gagnagreiningar
  • Tímaáætlanir fyrir námskeið og skráningar

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

Abler Enterprise

Hversu mikla töfra þarftu? Fyrirtækjaáætlunin okkar er ætluð félögum með allt að 50.000 meðlimi og er sérstaklega aðlöguð að þínum þörfum. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Primary features

  • Allt í Basic + Pro
  • Sérsniðin þróun
  • API eiginleikar

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.