Abler Appið

Abler appið sameinar leiðandi skipulags- og greiðslueiginleika okkar á einum stað til að einfalda annasamt líf og ná fram virðisaukandi samlegðaráhrifum fyrir alla notendahópa.

Hópvinna í krafti betri samskipta

Interface graphic showing two Abler users talking via the app’s secure chat feature

Örugg og sértæk spjallþjónusta

Örugga skilaboðaþjónustan í Abler er ómissandi tæki fyrir þjálfara, foreldra og leikmenn. Þátttakendur geta verið í sambandi í gegnum öruggt spjallsvæði þar sem auðvelt er að miðla upplýsingum, gera áætlanir og ræða allt milli himins og jarðar.

Interface graphic showing an Abler push notification about an event being rescheduled

Nýjustu upplýsingar og áminningar í rauntíma

Það hefur aldrei verið auðveldara að vita hvar leikmaðurinn þinn á að vera. Með lifandi og sameiginlegu dagatali Abler appsins færðu alltaf nýjustu upplýsingar í tengslum við æfingar, leiki eða aðra viðburði liðsins sem eru á döfinni.

Einfaldari greiðslumáti

Interface graphic showing a payable event on Abler and a one-click payment option

Örugg greiðsla með einum smelli

Nýttu þér skilvirka eiginleika Abler Pay og greiddu fyrir mótið með einum smelli. Vistaðu greiðslumáta á öruggan og dulkóðaðan hátt til að flýta fyrir næstu greiðslum. Segðu bless við að fara í hraðbankann eða ganga á milli foreldra til að rukka. Abler pay sér um þetta á gagnsæjan og skilvirkan hátt!

Interface graphic showing an Abler Classes listing for a fitness session with location and current capacity and an option to sign up

Verslaðu námskeið og bókaðu þig í opna tíma

Appið er beintengt Abler Shop þar sem þú getur keypt aðild, búnað og söluvarning og greitt viðburðagjöld, ásamt fleiru. Skráðu þig auðveldlega á opin námskeið og tíma í gegnum Abler Classes.

Allt á einum stað...

Sérsniðnar tilkynningar og viðburðadagskrá

Appið sameinar alla fjölskyldumeðlimina á einum reikningi. Foreldrar geta fylgt sínum börnum og öðlast hugarró við að vita nákvæmlega hvað er að gerast og hvar eigi að skrá sig.

Uppfærðar upplýsingar um viðburði

Abler appið veit að áætlanir geta breyst á augabragði og því sendir það þér nýjustu upplýsingarnar um næstu viðburði.

Bless klink og seðlar! - Abler Pay verkfæri sjálfboðaliðans

Einföld og örugg greiðslumiðlun. Segðu bless við að fara í hraðbankann, millifæra eða ganga á milli leikmanna og foreldra til að rukka inn. Abler Pay ser um þetta fyrir þig á gagnsæjan og skilvirkan hátt!

Einfalda skipulag fjölskyldunnar

Tengdu alla fjölskylduna í sama viðmóti, sem þýðir að auðveldara er að vita hvernig dagskrá fjölskyldunnar þinnar lítur út og skipuleggja heimilslífið (ath. þetta er valkvætt).

Spjallhópar fyrir stjórnir, ráð og aðra hópa

Spjallaðu við aðra forráðamenn, hópa, ráð eða stjórnir til að samræma ferðir, fundi eða annað sem hjálpar til við að skipuleggja starfið án þess að blanda þínum persónulegu samfélagsmiðlum í málið.

Landfræðileg staðsetning viðburða

Þjálfarar og stjórnendur sett nákvæm Google hnit á viðburði sem auðvelda þér að finna staði sem þú hefur aldrei komið á áður, hvort sem það eru fyrir æfingar, leiki eða aðra áætlaða viðburði.

Algengar spurningar

Kannaðu möguleikana sem appið frá Abler býður upp á

Markmið Abler er að gera umsjón félagsins þíns skilvirkari. Þegar þú getur flokkað fjölda meðlima í einu, stofnað hópa og undirhópa á auðveldan hátt og sent tilkynningar á alla meðlimi jafnt sem hluta þeirra, þá muntu endurheimta tíma sem þú getur þess í stað varið í íþróttir og að byggja upp félagsmennina.

Algjörlega! Hvort sem þú leiðir félagið eða þjálfar liðið þá var Abler hannað til að hægt sé að klára uppsetningu tímabilsins í einni hendingu. Coach HQ og Club HQ gáttirnar þýða að það er einfalt og auðskilið hvernig á að skrá leikjadagskrár, mót, æfingabúðir og fleira fyrir liðin sín.

Tímaáætlanir og flokkun liða eru aðeins upphafið á lausnamiðuðu kerfi Abler. Þar sem hægt er að staðfesta mætingu með einum smelli, getur þú vitað hverjir munu mæta á næsta viðburð liðsins þíns. Innheimtu félagsgjalda er stjórnað með áminningum sem sendar eru með sjálfvirkum tilkynningum, þannig að auðvelt er að fylgjast með flæðinu með sjónrænum framvindustikum. Eyddu minni tíma í að fylgjast með mætingartölfræði og eltast við greiðslur og verðu tíma þínum frekar í þjálfun.

Einfalt og sanngjarnt verð

Abler Basic

Allt sem þarf til að byrja, hvort sem um er að ræða stakt lið eða lítið félag, allt á einum stað.

Primary features

  • Tímaáætlanir
  • Samskipti
  • Greiðslur

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

Abler Pro

Fyrir félög sem eru að leita að öllu sem boðið er upp á í grunnþrepinu en vilja líka nýta sér umfangsmeiri virkni og fjölbreyttari greiðslulausnir, allt á einum stað í kerfi sem er einfalt að nota.

Primary features

  • Allt í Basic
  • Fjölbreyttir greiðslueiginleikar
  • Ítarlegar gagnagreiningar
  • Tímaáætlanir fyrir námskeið og skráningar

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

Abler Enterprise

Hversu mikla töfra þarftu? Fyrirtækjaáætlunin okkar er ætluð félögum með allt að 50.000 meðlimi og er sérstaklega aðlöguð að þínum þörfum. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Primary features

  • Allt í Basic + Pro
  • Sérsniðin þróun
  • API eiginleikar

Tools included

  • Abler app
  • Coach HQ
  • Club HQ

Limits

VafrakökurVið notum vafrakökur til að bæta notendupplifun þeirra sem skoða vefinn. Viltu vita meira? Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar.