Flokkar, hópar og lið
Með skilvirkri viðburðadagskrá, samskipta- og greiðslulausnum tryggir þú að allir í þínum hópi viti hvar og hvenær eigi að mæta, hvar sé hægt að skrá sig og hvenær eigi að greiða. Frábært tól fyrir þjálfara, sjálfboðaliða, iðkendur og foreldra.
Hátt flækjustig? ekki málið!
Skiptu iðkendum í mismunandi lið og æfingahópa
Með Abler er auðvelt að flokka iðkendur og þjálfara í lið og undirhópa. Á A-liðið að spila á öðrum tíma en B-liðið? Sveigjanleg lausn Abler leysir hátt flækjustig og miðlar upplýsingum til notenda á þjónustuvænan máta.
Breytingar með einum músasmelli
Færðu iðkendur á milli liða eða leyfðu lánsmanni að æfa upp fyrir sig á þriðjudögum. Lausnir Abler ráða við hátt flækjustig og halda öllum notendahópum upplýstum um breytingar í rauntíma.
Allir vel upplýstir
Skilvirk tímaáætlanagerð og upplýsingamiðlun
Stundum breytast áætlanir og það þarf að láta alla vita. Með sameinuðu kerfi Abler verður liðið þitt meðvitað um breyttar upplýsingar fyrir viðburði með sjálfvirkum tilkynningum og öruggu skilaboðakerfi fyrir liðið, sem tryggir að allir vita hvar og hvenær á að mæta.
Áreiðanleg afhending og hugarró
Njóttu þess að vita að breytingarnar þínar eru sjálfkrafa sendar notendum þínum reglulega og af nákvæmni. Sendu sérsniðnar tilkynningar ef þörf er á áminningu og upplifðu hugarróna sem fylgir því að vita að allir hafi aðgang að réttum upplýsingum.
Aðrir eiginleikar sem þú munt elska…
Fylgstu með mætingum og kallaðu eftir mótagjöldum
Sjáðu væntanlega mætingarstöðu leikmannanna í rauntíma í gegnum „Svar óskast“ þjónustu Abler. Gefðu sjálfboðaliðum aðgang að tækni sem hjálpar þeim að innheimta gjöld á gagnsæjann og skilvirkan máta.
Fáðu lánaða leikmenn og iðkendur úr öðrum flokkum félagsins
Einstakur sveigjanleiki með því að geta fengið leikmenn að láni úr öðrum liðum og flokkum innan félags á skilvirkan og þægilegan máta.
Tengingar við mótakerfi KSÍ og HSÍ
Beintengingar við mótakerfi sérssambanda auðvelda þér vinnuna - fáðu leikina beint í dagatalið og fáðu uppfærslur sjálfkrafa við breytingar mótastjóra.
Láttu kerfið vinna fyrir þig á meðan þú gerir aðra hluti
Eftirfylgni og sjálfvirkar tilkynningar og áminningar um liðið. Vertu viss um að allir séu á sömu blaðsíðu, allir skrái sig á mótið fyrir tiltekinn frest með sjálfvirkum tilkynningum og áminningum.
Miðlaðu efni og æfingum
Stilltu æfingaáætlun liðsins í samræmi við þína áætlun og þarfir leikmanna þinna. Sendu þeim æfingaáætlun eða myndband af æfingu.
Sendu skrár og myndir
Veittu leikmönnum þínum aðgang að margmiðlunarþjálfunarefni með einföldum viðhengjum.
Abler Classes (Tímabókunarkerfi)
Deildu upplýsingum með meðlimum og gerðu þeim kleift að skrá sig á opin námskeið, tíma og sérstaka viðburði.
Algengar spurningar
Lærðu meira um hvernig Abler getur hjálpað þér að hafa umsjón með liðinu þínu
Einfalt og sanngjarnt verð
Abler Basic
Allt sem þarf til að byrja, hvort sem um er að ræða stakt lið eða lítið félag, allt á einum stað.
Primary features
- Tímaáætlanir
- Samskipti
- Greiðslur
Tools included
- Abler app
- Coach HQ
- Club HQ
Limits
Abler Pro
Fyrir félög sem eru að leita að öllu sem boðið er upp á í grunnþrepinu en vilja líka nýta sér umfangsmeiri virkni og fjölbreyttari greiðslulausnir, allt á einum stað í kerfi sem er einfalt að nota.
Primary features
- Allt í Basic
- Fjölbreyttir greiðslueiginleikar
- Ítarlegar gagnagreiningar
- Tímaáætlanir fyrir námskeið og skráningar
Tools included
- Abler app
- Coach HQ
- Club HQ
Limits
Abler Enterprise
Hversu mikla töfra þarftu? Fyrirtækjaáætlunin okkar er ætluð félögum með allt að 50.000 meðlimi og er sérstaklega aðlöguð að þínum þörfum. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.
Primary features
- Allt í Basic + Pro
- Sérsniðin þróun
- API eiginleikar
Tools included
- Abler app
- Coach HQ
- Club HQ
Limits