Beiðnir um eyðingu persónugagna
Abler ber virðingu fyrir friðhelgi persónugagna þinna og við gerum okkar besta til að meðhöndla þær varlega. Til að veita þjónustu okkar meðhöndlum við eftirfarandi persónuupplýsingar:
• Nafn, netfang, heimilisfang og símanúmer.
• Fæðingardagur og kyn.
• Prófílmynd þín.
• Aðildir þínar, áskriftir og greiðslur innan kerfis okkar.
• Skilaboð sem þú hefur sent til annarra notenda.
• Mæting þín á viðburðum og á svæðum sér þér er veittur aðgangur að.
Við skiljum að friðhelgi persónugagna þinna er mikilvæg, og þú hefur rétt til að stjórna persónuupplýsingum þínum. Þess vegna getur þú óskað eftir því að persónugögnum þínum sé eytt úr okkar kerfum. Við erum hér til að aðstoða og munum meðhöndla beiðni þína í fullu samræmi við persónuverndarlög.
Atriði til að hafa í huga:
• Fjármálaupplýsingar, eins og greiðslusaga og upplýsingar um áskrift, þurfa að vera varðveittar í 7 ár vegna laga um bókhaldsupplýsingar. Við getum ekki eytt þessum gögnum samkvæmt beiðni, en þau verða fjarlægð eftir þennan tíma.
• Ef þú hefur virka áskrift, þurfum við að varðveita ákveðin gögn til að uppfylla samning þinn við seljanda. Til að segja upp áskrift, getur þú gert það í gegnum appið okkar eða með því að hafa samband beint við seljandann.
Beiðnir um eyðingu skal senda á privacycompliance@abler.io með eftirfarandi upplýsingum:
• Nafn og kennitala (eða fæðingardagur ef þú hefur ekki íslenska kennitölu).
• Netfangið sem er tengt við Abler reikninginn þinn.
• Hvaða gögnum þú vilt láta eyða.
Við erum hér til að tryggja að upplifun þín með Abler sé örugg og ánægjuleg, og að friðhelgi persónuupplýsinga þinna sé virt.