Notkunarskilmálar Abler
(síðast uppfært: 14. nóvember 2024)
1. Um Abler
1.1. Abler er umsýslukerfi fyrir íþróttir og annað frístundastarf og viðburði. Kerfið er aðallega ætlað þjálfurum, hópstjórum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum félaga. Í Abler kerfinu geta þjálfarar stillt upp leikja- og æfingaplani, skipt í lið/hópa og gert breytingar á einfaldan hátt í þjálfaraviðmóti kerfisins. Iðkendur geta tengst kerfinu, haft yfirsýn yfir sína dagskrá og verið í samskiptum við þjálfara sína. Foreldrar geta tengst börnum sínum og fylgst þannig með dagskrá barnanna og verið í samskiptum við þjálfara og starfsmenn félaga.
1.2. Með kerfinu eiga iðkendur og foreldrar í íþrótta og tómstundastarfi að hafa yfirlit yfir dagskrá og kerfið styður við samskipti innan félaga og hópa.
1.3. Aðgangi er stjórnað þannig að eingöngu þeir sem eru aðilar að hóp hafi aðgang og fái tilkynningar, og aðeins þeir sem hafa tiltekið hlutverk (t.d. stjórnendur félags og starfsmenn félags) hafi aðgang að ákveðnum gögnum og virkni.
1.4. Hægt er að nota kerfið í gegnum IOS og Android snjalltæki og í vefvafra. Sumar aðgerðir eru eingöngu studdar í appi og aðrar aðgerðir eru aðeins studdar í vefvafra.
2. Skilgreiningar
2.1. Í þessum notkunarskilmálum er eftirfarandi orðum gefin tiltekin merking:
“Abler” eða “kerfið”: Abler hugbúnaðarkerfið sem samanstendur af vafralausn og appi sem Rekstraraðili gefur út, ásamt uppfærslum sem gefnar eru út fyrir kerfið.
“Rekstraraðili”: Abler ehf, kennitala 660117-0670.
“Foreldri” eða “forráðamaður”: Notandi sem er skráður sem foreldri eða forráðamaður annars notanda í kerfinu.
“Meðlimur” eða “iðkandi“: Notandi sem er skráður í kerfinu sem meðlimur félags. Notendur geta verið meðlimir margra félaga á sama tíma, t.d. ef þeir stunda margar íþróttir eða frístundir.
“Félag”: Íþróttafélag eða annað félag sem sem gert hefur samning við Rekstraraðila um notkun á kerfinu.
“Stjórnandi félags”: Notandi sem hefur verið tilgreindur af félaginu til að hafa stjórnendaaðgang til þess að sýsla með stillingar félagsins í kerfinu og stýra aðgangi annara notenda félags.
“Notandi félags”: Notandi sem hefur verið tilgreindur af félaginu eða stjórnanda félags til að vera fulltrúi félagsins á einhverju sviði félagsins í kerfinu. Notandi félags getur t.d. verið þjálfari, deildarstjórnandi eða stjórnandi félags.
“Hugbúnaður”: Hugbúnaðurinn sem kerfið samanstendur af, þ.á.m. app og veflausn.
“Skilmálar”, “Notkunarskilmálar”, “Almennir skilmálar” eða “Þjónustuskilmálar“: Þessir skilmálar, ásamt uppfærslum á þeim.
“Notandi”: Einstaklingur sem hefur stofnað sér aðgang í kerfinu. Notandi geur verið meðlimur, foreldri/forráðamaður, notandi félags eða stjórnandi félags. Notandi getur haft mörg þessara hlutverka á sama tíma, t.d. getur notandi verið foreldri barns í íþróttastarfi og verið sjálfur meðlimur í öðru starfi.
3. Notkun kerfisins
Skilmálar í þessum kafla gilda um alla Notendur í Abler.
3.1. Aðgangur að Abler. Aðeins Notendur sem hafa stofnað aðgang mega nota kerfið. Með því að stofna aðgang, staðfestir notandi að upplýsingar sem þeir slá inn í kerfið séu réttar.
3.2. Samþykkt skilmála. Með því að nota kerfið telst notandi hafa samþykkt þessa Notkunarskilmála og samþykkir að nota kerfið eingöngu í samræmi við þessa skilmála.
3.3. Notkun yngri notenda. Notendur undir 13 ára aldri mega aðeins stofna aðgang með samþykki foreldris eða forráðamanns. Ef þú ert yngri en 13 ára skaltu ekki gefa upp persónuupplýsingar nema með samþykki foreldris eða forráðamanns.
3.4. Ábyrgð á efni og notkun kerfisins. Notendur eru ábyrgir fyrir öllu efni sem þeir setja inn í kerfið og fyrir allri notkun sinni á kerfinu. Notendur nota kerfið á eigin ábyrgð.
3.5. Hömlur á notkun. Meðlimir og foreldrar mega aðeins nota kerfið í persónulegum tilgangi, nema í þeim tilfellum þegar þeir eru einnig notendur félags eða stjórnendur félags. Notendur félags skulu aðeins nota aðgang sinn að gögnum félagsins í þágu þess.
Notendum er óheimilt að:
a. þýða, sameina, aðlaga, breyta, að hluta eða í heild, nokkrum hluta kerfisins eða hugbúnaðarins, né leyfa að hugbúnaðurinn, kerfið eða hluti þess sé tengdur við önnur forrit.
b. framleigja, lána, eða framselja á annan hátt nokkurn hlut kerfisins eða hugbúnaðarins.
c. afþýða, afkóða, vendismíða, eða búa til afleidd verk byggt á kerfinu eða hugbúnaðinum.
3.6. Leyfð notkun. Notendur verða að fylgja eftirfarandi skilmálum um leyfða notkun kerfisins:
a. Notendur mega ekki nota kerfið á ólöglegan hátt eða í ólöglegum tilgangi.
b. Notendur mega ekki nota kerfið á villandi hátt eða í annarlegum tilgangi, þ.m.t. að hakka kerfið, setja inn kóða, vírusa eða skaðleg gögn eða nota kerfið til að senda skaðlegan kóða eða skaðleg gögn.
c. Notendur mega ekki nota kerfið á nokkurn hátt sem, að mati Rekstraraðila, er ærumeiðandi, móðgandi eða andstyggilegur á annan hátt, þ.m.t. notkun á samskiptavirkni kerfisins til að hlaða upp eða dreifa ærumeiðandi eða móðgandi skilaboð eða að stunda hverslags áreitni.
d. Notendur mega ekki nota kerfið á hátt sem brýtur á hugverkarétti, eða öðrum réttindum.
e. Notendur mega ekki safna gögnum úr kerfinu án leyfis Rekstaraðila eða eiganda gagnanna eftir því sem við á.
3.7. Foreldrar/forráðamenn. Til að nota kerfið sem foreldri/forráðamaður þarftu að skrá tengingu við sem þú hefur forsjá með (eða í sumum tilfellum er tengingin lesin úr forsjárskrá þjóðskrár). Með því að skrá tengingu þína við barnið staðfestir þú að þú hefur í raun forsjá yfir barninu.
3.8. Kaup. Notendur geta keypt þjónustu eða vöru af félögum í gegnum kerfið (t.d. aðild að æfingahóp eða aðgang að viðburði). Slík kaup eru gerð beint milli notandans sem er kaupandi og félagsins sem er seljandi, og Rekstraraðili telst ekki seljandi í þeim viðskiptum.
3.9. Auglýsingar. Rekstraraðili má birta efni og auglýsingar, annað hvort sínar eigin eða frá þriðja aðila, í notendaviðmóti kerfisins. Rekstaraðili gætir þess að efni/auglýsingar séu ekki óviðeigandi fyrir þann notendahóp sem efnið/auglýsingarnar birtist, og skal meðal annars taka tillit til aldurs notenda.
3.10. Uppfærslur og breytingar á kerfinu. Rekstaraðili hefur rétt til að gera uppfærslur og breytingar á kerfinu, þ.m.t. til að bæta vinnsluhraða, breyta virkni, og setja inn öryggisuppfærslur.
Sumar uppfærslur geta krafist þess að notendur sæki hugbúnaðaruppfærslu, t.d. nýja útgáfu af appi. Ef notandi kýs að setja ekki upp slíka uppfærslu, þá kann það að útiloka hann frá því að nota kerfið þar til að hann setur upp uppfærsluna.
Rekstraraðili áskilur sér rétt til að breyta, stöðva eða hætta starfsemi og/eða aðgangi að kerfinu.
3.11. Réttur til að loka aðgangi tímabundið eða varanlega. Rekstraraðili áskilur sér rétt til að loka tímabundið eða varanlega aðgangi notanda sem gerist brotlegur við þessa skilmála. Ef aðgangi notandans er lokað þá missir hann aðgang að kerfinu. Í vissum tilfellum kann Rekstraraðili eða félag að vera skylt að tilkynna lögbrot til löggæsluyfirvalda.
4. Notkun kerfisins – Félög
Skilmálar í þessum kafla gilda um öll félög.
4.1. Aðgangur að Abler. Aðeins félög með gilda áskrift mega nota kerfið. Félagið hefur aðeins rétt á að nota þá hluta kerfisins sem þau hafa gilda áskrift fyrir. Réttur félagsins til að nota kerfið fellur úr gildi á sama tíma og áskrift félagsins lýkur vegna uppsagnar eða við lok tímabundins samnings við rekstraraðilann.
Rekstraraðilinn hefur rétt á að loka aðgangi félagsins ef félagið hefur ekki staðið skil á gjöldum til rekstraraðilans. Rekstraraðilinn hefur einnig rétt á að loka, tímabundið eða varanlega, aðgangi félagsins ef félagið gerist brotlegt við þessa skilmála.
Ef aðgangi félagsins hefur verið lokað, tímabundið eða varanlega, þá má rekstraraðili einnig loka aðgangi stjórnenda félags og notenda félags að aðgerðum félagsins í kerfinu.
4.2. Hlýting skilmála. Félagið verður að fara eftir þessum skilmálum í einu og öllu. Skilmálar í efnisgreinum 3.4-3.6 og 3.10 gilda einnig um félög, líkt og að þar standi félag/félög þar sem vísað er í notanda/notendur.
4.3. Ábyrgð á stjórnendum félags og notendum félags. Félagið ber ábyrgð á gjörðum notenda félags og stjórnenda félags í kerfinu.
4.4. Skaðabætur. Félagið samþykkir að bæta rekstraraðilanum allt tap, tjón og kostnað, þ.m.t. málskostnað, í tengslum við kröfur, kærur eða málsmeðferð af höndum þriðja aðila í tengslum við notkun félagsins á Abler, nema að því leyti sem krafa, kæra eða málsmeðferð tengist broti rekstraraðila á hugverkarétti þessa þriðja aðila.
4.5. Viðbótarþjónusta rekstaraðila. Áskrift félagsins inniheldur venjulega notkun kerfisins sem er framkvæmd af stjórnendum félags. Ef félagið þarfnast viðbótarþjónustu frá rekstraraðila, svo sem millifærslu gagna úr eldra kerfi, þá ræður restraraðilinn hvort hann vill veita þá þjónustu, og greiðir félagið þá kostnað við þjónustuna samkvæmt samningi félagsins við rekstraraðilann.
4.6. Notkun á lógó félagins. Rekstraraðilanum er veitt heimild til að birta á vefsíðu sinni og öðrum miðlum að félagið sé viðskiptavinur rekstaraðilans, en rekstaraðilinn skal halda trúnað um innihald samning milli rekstaraðila og félagsins. Félagið veitir rekstraraðilanum heimild til að birta lógó og efni félagsins á vefsíðu rekstraraðila og öðrum miðlum og markaðsefni.
4.7. Skilmálar um færsluhirðingu. Ef félagið tekur á móti greiðslum í kerfinu, þá skal það fylgja nýjustu útgáfu skilmála um færsluhirðingu fyrir það land sem það starfar í og teljast þeir þá hluti af þessum notkunarskilmálum:
- Ísland: Abler skilmálar um færsluhirðingu fyrir íslensk félög
- Bretland og önnur landsvæði: Abler Payment Processing Terms for Organisations in UK & Other Territories
4.8. Notkun forritaskila (API). Ef félagið notar forritaskil Abler, þá skal það fylgja notkunarskilmálum forritaskila Abler og teljast þeir þá hluti af þessum notkunarskilmálum.
5. Persónuvernd og persónugögn
5.1. Söfnun og vinnsla persónugagna. Til að kerfið virki sem skyldi er safnað og unnið með ákveðin persónugögn um notendur. Í flestum tilfellum er félagið ábyrgðaraðili vinnslunnar, en í sumum tilfellum er rekstaraðilinn ábyrgðaraðili. Persónuverndarstefna Abler lýsir tegundum gagna sem er safnað af rekstraraðilanum sem ábyrgðaraðila, réttlætingu fyrir söfnun, aðrar upplýsingar um vinnslu rekstaraðila á persónuupplýsingum, og réttindum notenda í tengslum við persónugögn þeirra. Með því að samþykkja þessa skilmála, samþykkja notendur persónuverndarstefnu Abler og gefa samþykki fyrir að persónugögn um þá séu unnin í samræmi við persónuverndarstefnuna.
6. Hugverkaréttur
6.1. Eign á hugverkarétti í kerfinu. Rekstaraðilinn á allan höfundarrétt og annan hugverkarétt í kerfinu (þ.m.t. uppbyggingu kerfisins og forritskóða þess). Notkun kerfisins gefur félögum og notendum ekki eignarrétt eða annan rétt í kerfinu, annan en það takmarkaða notkunarleyfi sem er tilgreint í þessum skilmálum.
6.2. Eign á efni félaga og notenda. Félög og notendur eiga það efni sem þeir setja inn í kerfið. Félög og notendur leyfa rekstaraðilanum að nota efnið í þeim tilgangi að birta það í kerfinu.
6.3. Hugverkaréttur þriðja aðila. Rekstaraðillinn gerir eðlilegar ráðstafanir til að sjá til þess að hugbúnaðurinn brjóti ekki á hugverkarétti aðila. Ef upp kemur ásökun um að hugbúnaðurinn brjóti á hugverkarétti þriðja aðila, áskilur rekstraraðili sér rétt til að gera breytingar á kerfinu eða takmarka aðgang að virkni kerfisins eins og honum þykir þarft til þess að forðast að brjóta á hugverkarétti þriðja aðila.
6.4. Tenglar á vefsíður. Kerfið kann að innihalda tengla á aðrar sjálfstæðar vefsíður sem eru ekki gerðar af rekstaraðilanum. Rekstaraðilinn ber ekki ábyrgð á þessum vefsíðum..
6.5. Endurgjöf, tillögur og óskir um nýja virkni eða endurbætur á kerfinu. Félög og notendur geta veitt endurgjöf og tillögur eða óskir um nýja virkni eða endurbætur á kerfinu. Með slíkri endurgjöf, tillögum eða óskum, samþykkir félagið eða notandinn að rekstaraðilinn nýti þær hugmyndir og félagið eða notandinn gefur rekstaraðilanum, á óendurkræfan hátt og án endurgjalds, hugverkaréttinn sem felst í tillögunni eða hugmyndinni, eða í tilfellum þar sem slík gjöf er ekki möguleg, þá veitir félagið eða notandinn rekstaraðilanum óendurkræft, ótímabundið, framseljanlegt leyfi til að hagnýta hugmyndina án endurgjalds um allan heim.
7. Ábyrgð
7.1. Núverandi ástand (“as-is”). Kerfið og hugbúnaðurinn er stöðluð vara og verður ekki sérstaklega aðlöguð fyrir einstök félög eða notendur nema að um slíkt sé sérstaklega samið. Veittur er aðgangur að kerfinu í núverandi ástandi (“as-is”) og rekstaraðilinn gefur engin loforð um að kerfið muni uppfylla þarfir félagsins eða notandans, eða að kerfið sé villulaust. Rekstaraðila ber engin skylda til að lagfæra villur í hugbúnaðinum.
7.2. Uppitími. Rekstaraðili gefur engin loforð um uppitíma kerfisins. Ef kerfið er óaðgengilegt í lengri tíma af ástæðum sem rekja má til rekstaraðilans (þó undanskilið skipulagður niðritími vegna viðhalds og óskipulagður niðritími vegna áríðandi viðhalds), getur félagið óskað eftir endurgreiðslu á áskriftargjaldi í hlutfalli við þann tíma sem kerfið var óaðgengilegt. Í öllum öðrum tilfellum ber rekstaraðilinn enga bótaskyldu vegna niðritíma kerfisins.
7.3. Takmörkun á ábyrgð. Rekstraraðilinn ber enga bótaskyldu gagnvart félögum og notendum vegna beins eða óbeins taps, tekjumissis, kostnaðar, orðsporsskaða, truflun á viðskiptum, gagnataps eða beins eða óbeins skaða.
Að því leyti sem rekstaraðilinn er skaðabótaskyldur félagi eða notenda, skulu bæturnar takmarkast við gjöld félagsins eða notendans sem þau hafa þegar greitt rekstaraðilanum síðasta eða núverandi mánuð.
7.4. Óviðráðanleg atvik. Rekstraaðilinn ber enga bótaskyldu gagnavart félögum eða notendum í tengslum við atvik sem rekstaraðilinn hefur enga stjórn yfir.
7.5. Ómögulegar takmarkanir. Takmarkanir á bótaskyldu rekstaraðilans gilda ekki að því leyti sem rekstaraðilinn hefur sýnt af sér sviksamlega hegðun, og ekki að því leiti sem ólöglegt er að takmarka bótaskyldu.
8. Framsal réttinda
8.1. Framsal réttinda rekstraraðila. Rekstraraðilinn getur framselt til annars aðila réttindi sín að kerfinu og hugbúnaðinum og réttindi og skyldur gagnvart samningum sínum við félögin.
8.2. Framsal réttinda félaga. Félög geta ekki framselt til annars aðila réttindi sín eða skyldur að kerfinu eða samningi sínum við rekstaraðilann nema með fyrirfram skriflegu leyfi frá rekstaraðila.
8.3. Aðgangur notenda. Aðgangur notenda er persónubundinn og ekki má framselja aðgang notanda til annars aðila.
9. Breytingar á skilmálum og stefnum
9.1. Breytingar á þessum skilmálum og persónuverndarstefnu Abler. Rekstaraðilinn áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum og persónuverndarstefnu Abler. Breytingar taka gildi þegar þær eru birtar á vefsíðu kerfisins. Næst þegar notandi opnar kerfið eftir breytingarnar þurfa þeir að samþykkja nýju skilmálana/stefnuna. Ef notandi samþykkir ekki breytingarnar þá getur hann ekki haldið áfram að nota kerfið.
9.2. Breytingar á öðrum skilmálum og stefnum. Rekstaraðilinn áskilur sér rétt til að breyta öðrum skilmálum og stefnum sem gilda um kerfið. Breytingarnar taka gildi þegar þær eru birtar á vefsíðu kerfisins. Til þess að halda áfram að nota þann hluta kerfisins sem þeirs skilmálar eða stefnur fjalla um, þarf notandinn að samþykkja skilmálana til að geta haldið áfram að nota virknina.
10. Ráðandi lög; Lausn ágreinings
10.1. Ráðandi lög. Íslensk lög gilda um þessar skilmála og alla notkun kerfisins.
10.2. Lausn ágreinings. Ef ekki tekst að leysa ágreining í góðri trú skal reka mál fyrir íslenskum dómstólum.
Meðlimir og foreldrar/forráðamenn mega leggja fram kvörtun til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, https://www.kvth.is sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda.
Meðlimir og foreldrar/forráðamenn á evrópska efnahagssvæðinu geta sótt upplýsingar um rétt sinn hjá https://ec.europa.eu/consumers/odr .
10.3. Frestur til að gera kröfur. Allar kröfur varðandi notkun kerfisins eða þessa skilmála skal leggja fram innan eins árs frá tilefningu.
10.4. Töf á framfylgni. Töf af hálfu rekstaraðilans við að framfylgja þessum skilmálum eða öðrum viðeigandi skilmálum, stefnum eða samningum felur ekki í sér eftirgjöf og kemur ekki í veg fyrir að rekstaraðilinn framfylgi þeim seinna..
10.5. Sjálfstæði einstakra greina. Hver efnisgrein í þessum skilmálum er sjálfstæð. Ef einhver hluti skilmálanna er óframfylgjanlegur eða ólöglegur skulu aðrar greinar gilda samt sem áður.